Fara í efni

Tryggingadeild

Lykiltölur 2021

ma. kr.
Iðgjöld
ma. kr.
Lífeyrisgreiðslur
ma. kr.
Fjárfestingartekjur
Nafnávöxtun
Rekstrarkostnaður

Iðgjöld

Alls greiddu 20.834 sjóðfélagar iðgjöld til tryggingadeildar á árinu 2021. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem greiddu iðgjöld í hverjum mánuði voru 14.970. Iðgjöld ársins án tillits til framlags ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði, námu 13.808 m.kr. og hækkuðu um 10,7 % frá fyrra ári.

Meðalaldur greiðenda og aldursamsetning var svipuð og fyrri ár. Stærsti aldurshópurinn var fólk á bilinu 21-30 ára. Karlar eru 54% greiðenda og konur 46%. 

Hlutur verslunar og þjónustu í iðgjöldum sjóðsins eykst hlutfallslega mest milli ára.  Hutfall opinberrar þjónustu minnkar hins vegar mest en það skýrist af lægri iðgjöldum frá Atvinnuleysistryggingasjóði.

 

  2021 2020 Breyting %
Iðgjöld í m.kr. 13.808 12.468 10,7%
Meðalfjöldi greiðandi sjóðfélaga 14.970 14.654 2,2%
Heildarfjöldi greiðandi sjóðfélaga 20.834 20.628 1,0%
Fjöldi launagreiðenda 3.526 3.326 6,0%
 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu

Lífeyrisgreiðslur

Lífeyrisgreiðslur tryggingadeildar námu alls 7.913 m.kr. og hækkuðu um 10,8% frá fyrra ári. Á árinu fékk sjóðurinn greiddar 527 m.kr. frá ríkinu vegna jöfnunar á örorkubyrði milli lífeyrissjóða og lækkaði framlagið um 12,1% frá fyrra ári. Framlagið jafngildir um 28% af greiddum örorkulífeyri frá sjóðnum. Lífeyrisbyrði sjóðsins sem hlutfall af iðgjöldum, var 55,9% samanborið við 55,3% á árinu 2020.

Á árinu hófu 810 sjóðfélagar töku mánaðarlegra eftirlauna, 300 einstaklingar fengu úrskurðaðan örorkulífeyri, 114 mánaðarlegan makalífeyri og 89 barnalífeyri.

Þá fengu 536 einstaklingar eingreiðslu lífeyris þar sem um lítil réttindi var að ræða. Meðalfjöldi lífeyrisþega í hverjum mánuði var 11.588 og fjölgaði um 623 frá fyrra ári eða um 5,7%.

Algengast er að sjóðfélagar hefji töku eftirlauna við 67 ára aldur en stór hluti byrjar þó einnig við 65 ára aldur, sbr. mynd. Áhugavert er að skoða eftirlaunatöku eftir árgöngum. Um 16% af þeim sem urðu 64 ára árinu 2021 hafa þegar hafið töku eftirlauna, í lok árs 2021 og 74% þeirra sem urðu 67 ára á árinu 2021 hafa þegar hafið töku eftirlauna, í lok árs 2021.

 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu

Fjárfestingartekjur og ávöxtun

Hreinar fjárfestingartekjur tryggingadeildar námu samtals 54.466 m.kr. og hækkuðu um 63% frá árinu áður.

Nafnávöxtun nam 18,5% árið 2021 samanborið við 13,1% nafnávöxtun árið 2020 og raunávöxtun nam 12,8% samanborið við raunávöxtun upp á 9,2% árið 2020. Tölur eru miðaðar við gildandi reikningsskilareglur og eru birtar að frádregnum kostnaði.

Ávöxtun ársins var afar hagfelld á síðasta ári. Helst voru það hlutabréf og framtakssjóðir sem skiluðu sjóðnum afar góðri ávöxtun. Þrálátari verðbólga eftir því sem leið á árið jók væntingar um auknar vaxtahækkanir sem skilaði sér í lágri ávöxtun óverðtryggðra skuldabréfa. Verðtryggð ríkisskuldabréf og önnur verðtryggð markaðsskuldabréf skiluðu hinsvegar viðunandi ávöxtun á árinu.

 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa

Fara efst á síðu

Rekstrarkostnaður

Stöðugildi hjá sjóðnum voru 20 á árinu samanborið við 19,3 á árinu 2020. Rekstrarkostnaður sjóðsins nam 505 m.kr. og hækkaði um 8,6% á milli ára en hann var 465 m.kr á árinu 2020. 

Frávik milli ára í aðkeyptri endurskoðunarþjónustu skýrist m.a. að reikningar vegna tiltekins árs skiptast sitt hvoru megin við áramót. 

Breyting á gjaldskrá Greiðslustofu lífeyrissjóða á árinu 2021 á stærstan þátt hækkun á milli ára í öðrum kostnaði en kostnaður vegna útsendinga lífeyristilkynninga hækkaði talsvert.

 

 
Ársskýrsla Stapa

 

  2021 (þ.kr.) 2020 (þ.kr.)
Laun og launatengd gjöld 314.037 287.880
Tryggingastærðfræðingur 4.190 4.249
Endurskoðun 5.789 6.729
Innri endurskoðun 6.037 3.882
Lögfræðikostnaður 6.446 10.201
Fjármálaeftirlit 17.893 17.952
Tölvukostnaður 87.408 81.042
Annar kostnaður 62.770 52.799
Samtals 504.570 464.735

Fara efst á síðu