Fara í efni

Guðný Hrund Karlsdóttir

stjórnarformaður

Undanfarin ár hafa reynt á þolrif fjárfestinga og réttindakerfa íslenskra lífeyrissjóða. Á eignahliðinni hafa átt sér stað feiknalega miklar sveiflur í ávöxtun milli ára og á skuldbindingahliðinni var ný spá um lækkandi dánartíðni innleidd sem leiddi til töluverðrar aukningar skuldbindinga sjóðanna. Framsækið réttindakerfi Stapa stóð vel af sér framangreindar áskoranir.

Lesa ávarp stjórnarformanns

Stjórnarháttayfirlýsing

Góðir stjórnarhættir eru forsenda þess að starfsemi Stapa lífeyrissjóðs sé árangursrík og að sjóðurinn nái markmiðum sínum. Með góðum stjórnarháttum vill sjóðurinn leggja grunn að vönduðum og faglegum vinnubrögðum og góðum og uppbyggilegum samskiptum. Þannig er stuðlað að trausti í samskiptum stjórnenda og starfsmanna við sjóðfélaga, launagreiðendur, viðskiptamenn og aðra þá sem samskipti eiga við sjóðinn.

Lesa stjórnarháttayfirlýsingu