Fara í efni

Erla Jónsdóttir

stjórnarformaður

Ávöxtun eigna Stapa lífeyrissjóðs á árinu 2019 var með besta móti enda skiluðu allir eignaflokkar sjóðsins jákvæðri ávöxtun á árinu. Niðurstaðan var rúmlega 10% raunávöxtun sem er besta ávöxtun í sögu sjóðsins í núverandi mynd. Langtímaávöxtunarmarkmið sjóðsins er 3,5% en meðalraunávöxtun undanfarinna 10 ára nemur 4,1%.


Lesa ávarp stjórnarformanns

 

 

 

Stjórnarháttayfirlýsing

Góðir stjórnarhættir eru að mati Stapa lífeyrissjóðs forsenda þess að starfsemi sjóðsins sé árangursrík og að sjóðurinn nái markmiðum sínum. Með góðum stjórnarháttum vill sjóðurinn leggja grunn að vönduðum og faglegum vinnubrögðum og góðum og uppbyggilegum samskiptum við sjóðfélaga og launagreiðendur sem greiða iðgjöld til sjóðsins. 

Lesa stjórnarháttayfirlýsingu