Fara í efni

Erla Jónsdóttir

stjórnarformaður

Þrátt fyrir slaka ávöxtun á nýliðnu ári duga eignir Stapa ágætlega fyrir áföllnum skuldbindingum hans. Þá staðreynd má rekja til einstaks réttindakerfis sjóðsins sem aðlagar óúrskurðaðar skuldbindingar að ávöxtun eigna hans mánaðarlega. Sveigjanleiki réttindakerfisins hefur sýnt sig bæði í gegnum þessar miklu sveiflur ávöxtunar og umfangsmiklar breytingar á lýðfræðilegum forsendum sem tóku gildi í árslok 2021

Lesa ávarp stjórnarformanns

Stjórnarháttayfirlýsing

Góðir stjórnarhættir eru forsenda þess að starfsemi Stapa lífeyrissjóðs sé árangursrík og að sjóðurinn nái markmiðum sínum. Með góðum stjórnarháttum vill sjóðurinn leggja grunn að vönduðum og faglegum vinnubrögðum og góðum og uppbyggilegum samskiptum . Þannig er stuðlað að trausti í samskiptum stjórnenda og starfsmanna við sjóðfélaga, launagreiðendur, viðskiptamenn og aðra þá sem samskipti eiga við sjóðinn

Lesa stjórnarháttayfirlýsingu