Ársskýrsla
Stapa lífeyrissjóðs
2020
Lykiltölur Ársreikningur Rekstur
Verðbréfaeignir Áhættustýring Fjárfestingarstefna
Lykiltölur Ársreikningur Rekstur
Verðbréfaeignir Áhættustýring Fjárfestingarstefna
stjórnarformaður
Ávöxtun eigna sjóðsins var mjög sveiflukennd innan ársins. Á fyrsta ársfjórðungi lækkuðu hlutabréf í eignasafni sjóðsins töluvert en lágt áhættustig og dreifð eignasamsetning drógu úr áhrifum þessa á eignasafnið í heild. Í kjölfar vaxtalækkana og annarra örvandi aðgerða opinberra aðila til að stemma stigu við áhrifum Covid-19 tóku verðbréfamarkaðir við sér á ný og nam raunávöxtun eigna Stapa árið 2020 ríflega 9%. Sú góða ávöxtun kemur í kjölfarið á tæplega 10% raunávöxtun ársins 2019 og hafa undanfarin ár því verið meðal bestu ára sjóðsins hvað varðar ávöxtun. Ávöxtunarmarkmið sjóðsins er 3,5% raunávöxtun en meðalraunávöxtun undanfarinna 10 ára nemur 4,5%.
Stjórnarháttayfirlýsing
Góðir stjórnarhættir eru að mati Stapa lífeyrissjóðs forsenda þess að starfsemi sjóðsins sé árangursrík og að sjóðurinn nái markmiðum sínum. Með góðum stjórnarháttum vill sjóðurinn leggja grunn að vönduðum og faglegum vinnubrögðum og góðum og uppbyggilegum samskiptum við sjóðfélaga og launagreiðendur sem greiða iðgjöld til sjóðsins.