Fara í efni

Eignir í árslok

Verðbréfaeignir Stapa lífeyrissjóðs í árslok 2021, metnar á markaðsvirði, námu tæplega 347 mö. kr. samanborið við rúmlega 287 ma. kr. í árslok 2020. Í kjölfar mikilla hækkana á hlutabréfum, bæði innlendum og erlendum á síðasta ári, hefur áfram dregið úr vægi íslenskra ríkisskuldabréfa í eignasafni Stapa ásamt því að endurgreiðslur vaxta og afborgana voru nýttar til fjárfestinga m.a. í öðrum markaðsskuldabréfum. 

Um áramót var stærsti einstaki eignaflokkurinn erlend hlutabréf sem nemur 27,1% vægi. Hlutabréf innlend og erlend hækkuðu samanlagt um 3,5% í vægi á milli ára, en það skýrist að mestu af miklum virðishækkunum á síðastliðnu ári. Hlutfall erlendra eigna í eignasafninu nema nú um 38% samanborið við 34,6% árið 2020.

Eignasamsetning í árslok

  Eignir í árslok (ma. kr.) 2021 Hlutfall í árslok 2021 Eignir í árslok (ma. kr.) 2020 Hlutfall í árslok 2020
Ríkisskuldabréf 60,3 17,4% 62,4 21,8%
Önnur markaðsskuldabréf 61,5 17,7% 50,4 17,6%
Veðskuldabréf og fasteignir 21,0 6,1% 21,4 7,5%
Innlend hlutabréf 67,6 19,5% 50,0 17,4%
Erlend skuldabréf 11,6 3,3% 8,0 2,8%
Erlend hlutabréf 94,2 27,1% 74,0 25,8%
Sérhæfðar erlendar fjárfestingar 25,6 7,4% 17,3 6,0%
Skammtímabréf og innlán 5,4 1,5% 3,3 1,2%
Samtals 347,2 100% 286,8 100%

Fara efst á síðu

Eignasamsetning og tryggingafræðileg staða

Tryggingaeignir, sem innihalda áhættuminni eignir, svo sem innlend og erlend skuldabréf og handbært fé, hafa lækkað úr tæplega 76% í 46% á síðastliðnum tíu árum. Ávöxtunareignir sem innihalda áhættumeiri eignir, innlend og erlend hlutabréf ásamt sérhæfðum erlendum eignum, hafa hækkað úr 24% í 54% á sama tíma. 

Tryggingafræðileg staða var neikvæð um 4,7% í árslok 2021. Neikvæða tryggingafræðilega afkomu sjóðsins má tekja til upptöku nýs spálíkans í staðalforsendur tryggingafræðilegrar úttektar íslenskra lífeyrissjóða. Nýtt spálíkan tekur mið af þróun undanfarinna áratuga sem gefur til kynna að lífslíkur haldi áfram að aukast um ókomna tíð. 

 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu

Hlutfall erlendra eigna

Á síðastliðnu ári var áfram lögð áhersla á að auka við hlutfall erlendra eigna og halda áfram aukinni dreifingu eignasafnsins. Tilfærslur áttu sér með aukningu erlendra skuldabréfa og sérhæfðra erlendra eigna.

Hlutfall erlendra eigna hefur aukist nokkuð frá afléttingu gjaldeyrishafta eða úr 26% árið 2017 í 38% í árslok 2021.

 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu

Ábyrgar fjárfestingar

Sjóðurinn trúir því að góðir stjórnarhættir stuðli að góðum og hagfelldum rekstri og þjóni þannig hagsmunum eigenda og annarra hagsmunaaðila til lengri tíma litið. Í þeim efnum hefur Stapi sett sér Hluthafastefnu til að móta umgjörð um stefnu sjóðsins um góða stjórnarhætti og ábyrgt fyrirsvar. Auk þess hefur Stapi samþykkt Stefnu um ábyrgar fjárfestingar, en markmið þeirrar stefnu er að móta umgjörð fyrir aðgerðir sjóðsins á sviði umhverfis- og félagslegra málefna í og gagnvart þeim félögum sem sjóðurinn fjárfestir í.

Stapi er einnig aðili að samtökunum IcelandSIF sem hefur það að markmiði að efla þekkingu á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Á síðastliðnu ári gerðist sjóðurinn aðili að „Viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar“ sem unnið var að á vegum Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði.

Stapi kallar eftir upplýsingum frá eignastýringaraðilum sjóða sem hann hyggst fjárfesta í hvort þeir hafi sett sér stefnu í umhverfis- 

og félagsmálum í fjárfestingum sínum og fylgi t.a.m. viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI). Slíkar stefnur eða viðmið eru ekki skilyrði fyrir fjárfestingu en er hluti af heildarmati Stapa á viðkomandi sjóði.

Erlendir eignastýringaaðilar í eignasafni Stapa hafa flestir tileinkað sér þessi viðmið í fjárfestingum sínum til margra ára en ánægjulegt er að aukinn fjöldi innlendra stýringaraðila hafa einnig verið að tileinka sér viðmiðin undanfarin misseri. Í tilfelli erlendra verðbréfasjóða kannar Stapi hvernig sjóðir standa miðað við opinbert mat MSCI á stöðu sjóða í UFS - málum.

Hér neðar má sjá að 92% af virði erlendra sjóða í eignasafni Stapa er aðili að UN PRI og að einkunnir sjóðastýrenda er ásættanleg. Vægi sjóða í eignasafninu sem eru aðilar að UN PRI hefur farið hækkandi milli ára auk þess hefur UN PRI einkunn eignastýrenda farið hækkandi. Mat MSCI á UFS-málum verðbréfasjóða í eignasafni Stapa er einnig ásættanlegt og hefur farið hækkandi milli ára. Með því að fylgast með þessum þáttum má ná fram enn betri árangri til framtíðar.

 

 
Ársskýrsla Stapa

 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu

Grænar eignir

Á árinu 2021 tilkynnti Stapi, einn þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem hyggjast fjárfesta samtals 4,5 milljörðum Bandaríkjadala (um 580 milljarða króna) í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Sjóðirnir, þ.á.m. Stapi, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition (CIC). Með yfirlýsingunni staðfesta íslensku sjóðirnir þrettán vilja til að stórauka grænar fjárfestingar sínar og styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þar er meðal annars horft til ákvæða Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Climate Investment Coalition (CIC) eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að aukinni fjárfestingu í hreinni orku og öðrum umhverfislausnum, svo sem nýtingu jarðhita, vindorku, sólarorku, bættrar orkunýtingar í byggingum og bættri tækni við flutning raforku. CIC mun fylgjast með og mæla hvort þátttakendur í verkefninu standi við yfirlýst markmið og birta niðurstöður sínar árlega

 

 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu

Samanburður á verðbréfaeign og samsetningu viðmiðs

Eignasamsetning Stapa í árslok var þannig samsett að vægi innlendra skuldabréfa var nokkuð undir viðimið en á móti var vægi hlutabréfa, innlendra og erlendra nokkuð umfram viðmið í árslok 2021 samkvæmt fjárfestingarstefnu.

Frávik í vægi hlutabréfa, bæði innlendra og erlenda, í árslok 2021 umfram viðmið skýrist að mestu leyti miklum verðhækkunum hlutabréfa á síðastliðnu ári.

 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu

Nafnávöxtun og ávöxtunarframlag

Allir eignaflokkar, fyrir utan skammtímabréf, skiluðu jákvæðri nafnávöxtun á síðastliðnu ári. Erlend og innlend hlutabréf skiluðu hæstu ávöxtun eða 45% nafnávöxtun innlend hlutabréf og 31% erlend hlutabréf. Aðrir eignaflokkar skiluðu einnig viðunandi ávöxtun á bilinu 4% - 10% nafnávöxtun.

Ávöxtunarframlag var mest af erlendum hlutabréfum (7,4%) og innlendum hlutabréfum (7,4%) af 18,5% heildarávöxtun. Samtals nema þessir tveir eignaflokkar um 46% af eignasafni sjóðsins.

 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu