Fara í efni

Tryggingadeild

Lykiltölur 2023

ma. kr.
Iðgjöld
ma. kr.
Lífeyrisgreiðslur
ma. kr.
Fjárfestingartekjur
Nafnávöxtun
Rekstrarkostnaður

Iðgjöld

Alls greiddu 22.511 sjóðfélagar iðgjöld til tryggingadeildar á árinu 2023. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem greiddu iðgjöld í hverjum mánuði voru 16.239. Iðgjöld ársins án tillits til framlags ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði, námu 17.721 m.kr. og hækkuðu um  12% frá fyrra ári.

Meðalaldur greiðenda og aldursamsetning var svipuð og fyrri ár. Stærsti aldurshópurinn var fólk á bilinu 21-30 ára. Karlar eru 55% greiðenda og konur 45%.

Hlutur verslunar og þjónustu í iðgjöldum sjóðsins jókst hlutfallslega mest milli ára en hlutfall sjávarútvegs minnkar.

 

  2023 2022 Breyting %
Iðgjöld í m.kr. 17.721 15.825 12,0%
Meðalfjöldi greiðandi sjóðfélaga 16.239 15.686 3,5%
Heildarfjöldi greiðandi sjóðfélaga 22.511 22.185 0,1%
Fjöldi launagreiðenda 3.840 3.526 8,9%
 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa

 
Ársskýrsla Stapa

 


Fara efst á síðu

Lífeyrisgreiðslur

Lífeyrisgreiðslur tryggingadeildar námu alls 10.707 m.kr. og hækkuðu um 17,8% frá fyrra ári. Á árinu fékk sjóðurinn greiddar 776 m.kr. úr ríkissjóði vegna jöfnunar á örorkubyrði milli lífeyrissjóða og hækkaði framlagið um 30,8% frá fyrra ári. Framlagið jafngildir um 32% af greiddum örorkulífeyri frá sjóðnum. Lífeyrisbyrði sjóðsins sem hlutfall af iðgjöldum, var 58,5% samanborið við 56,1% á árinu 2022.

Á árinu hófu 837 sjóðfélagar töku mánaðarlegra eftirlauna, 335 einstaklingar fengu úrskurðaðan örorkulífeyri, 127 mánaðarlegan makalífeyri og 93 barnalífeyri.

Þá fengu 1.102 einstaklingar eingreiðslu lífeyris þar sem um lítil réttindi var að ræða, þeim fjölgaði umtalsvert frá fyrra ári, væntanlega að miklu leyti vegna þess að þau mörk sem miðað er við hvað eingreiðslu varðar voru hækkuð talsvert á fyrri hluta árs 2022. Meðalfjöldi lífeyrisþega í hverjum mánuði var 12.528 og fjölgaði um 525 frá fyrra ári eða um 4,4%.

Algengast er að sjóðfélagar hefji töku eftirlauna við 67 ára aldur en stór hluti byrjar þó einnig við 65 ára aldur, sbr. mynd. Áhugavert er að skoða eftirlaunatöku eftir árgöngum. Um 21% af þeim sem urðu 64 ára árinu 2023 hafa þegar hafið töku eftirlauna, í lok árs 2023 og 75% þeirra sem urðu 67 ára á árinu 2023 hafa þegar hafið töku eftirlauna, í lok árs 2023.

 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa


Fara efst á síðu

Fjárfestingartekjur og ávöxtun

Hreinar fjárfestingartekjur tryggingadeildar voru jákvæðar um 21.761 m.kr. á árinu samanborið við neikvæðar fjárfestingartekjur að fjárhæð 14.233 m.kr. á árinu 2022.

Nafnávöxtun á árinu 2023 nam um 6,2% samanborið við neikvæða 4,2% nafnávöxtun árið 2022. Raunávöxtun ársins var neikvæð um 1,7% samanborið við neikvæða ávöxtun upp á 12,6% árið 2022.

Flestir eignaflokkar skiluðum jákvæðri ávöxtun á árinu fyrir utan sérhæfðar erlendar fjárfestingar. Góð ávöxtun var á innlendum vaxtamörkuðum. Svartsýni ríkti á innlendum hlutabréfamarkaði framan af ári en bjartara var yfir á seinni hluta ársins þegar væntingar voru um að stýrivextir hefðu náð hámarki og lækkandi verðbólga myndi verða upphaf á vaxtalækkunarferli Seðlabanka. Ávöxtun á erlendum mörkuðum var einnig góð, sér í lagi erlend hlutabréf.

 

 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa


Fara efst á síðu

 

 

Rekstrarkostnaður

 

Stöðugildi hjá sjóðnum voru 19,8 á árinu samanborið við 20,3 á árinu 2022. Rekstrarkostnaður sjóðsins nam 551 m.kr. og hækkaði um 0,6% á milli ára en hann var 548 m.kr á árinu 2022.

Kostnaðarhlutfall sjóðsins er 0,14% árið 2023 og helst því óbreytt frá fyrri árum.

 

 
Ársskýrsla Stapa
  2023 (þ.kr.) 2022 (þ.kr.)
Laun og launatengd gjöld 358.637 336.925
Tryggingastærðfræðingur 8.955 3.582
Endurskoðun 6.338 5.625
Innri endurskoðun 172 5.455
Lögfræðikostnaður 8.782 13.623
Fjármálaeftirlit 20.245 17.705
Tölvukostnaður 80.543 93.412
Annar kostnaður 66.910 71.203
Samtals 550.583 547.530

Fara efst á síðu