Fjárfestingarstefna Stapa fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að halda vægi erlendra eigna í tryggingadeild óbreyttu frá fyrra ári. Hlutfall ávöxtunareigna (hlutabréfa) hefur verið minnkað í fjárfestingarstefnu í 51% á móti 49% vægi tryggingaeigna (skuldabréfa).
Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir aukningu hlutfalls erlendra eigna á árinu 2025, er áfram gert ráð fyrir að erlendar eignir nálgist 50% á næstu árum sem er í samræmi við langtímamarkmið stjórnar.
Tryggingadeild |
Séreignardeild Varfærna safnið |
Séreignardeild Áræðna safnið |
Séreignardeild Innlána safnið |
Tilgreind séreignardeild Varfærna safnið | |
Ríkisskuldabréf | 13% | 23% | 17% | 0% | 23% |
Önnur markaðsskuldabréf | 21% | 22% | 17% | 0% | 22% |
Veðskuldabréf og fasteignir | 9% | 0% | 0% | 0% | 0% |
Innlend hlutabréf | 15% | 19% | 20% | 0% | 19% |
Erlend skuldabréf | 5% | 4% | 5% | 0% | 4% |
Erlend hlutabréf | 32% | 31% | 40% | 0% | 31% |
Aðrar erlendar fjárfestingar | 4% | 0% | 0% | 0% | 0% |
Skammtímabréf | 1% | 1% | 1% | 0% | 1% |
Innlán | 0% | 0% | 0% | 100% | 0% |
Samtals | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% |
Stærð í m.kr. þann 31.12.2024 | 415.841 | 2.652 | 6.648 | 311 | 900 |
Tryggingaeignir | 49% | 50% | 40% | 100% | 50% |
Ávöxtunareignir | 51% | 50% | 60% | 0% | 50% |
Erlendar eignir | 41% | 35% | 45% | 0% | 35% |