Hlutverk Stapa er sinna vörslu lífeyrissparnaðar sjóðfélaga og að standa vörð um hagsmuni þeirra. Stapi er meðvitaður um að mestu áhrif lífeyrissjóðs eru í gegnum fjárfestingar og lánastarfsemi og því hefur sjóðurinn sett fram stefnu um ábyrgar fjárfestingar sem tekur á þeim þáttum. Hins vegar er mikilvægt að sjóðurinn sýni gott fordæmi í eigin starfsemi og láti gott af sér leiða fyrir umhverfið, samfélagið, sjóðfélaga, aðra hagaðila og starfsfólk sjóðsins.
Með hliðsjón af þessu hefur Stapi sett sér sjálfbærnistefnu sem tekur á rekstri lífeyrissjóðsins um að horfa til UFS viðmiða Nasdaq um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) auk þess að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Tilgangur stefnunnar er að skilgreina megináherslur Stapa um sjálfbærni, út frá UFS þáttum og heimsmarkmiðunum og greina þau áhrif sem starfsemi hans getur haft á sitt nærumhverfi. Stefnunni er ekki ætlað að vera tæmandi, öllu heldur að styðja við gildandi stefnur, reglur og leiðbeiningar sem Stapi fylgir.
Ábyrgð með stefnunni er í höndum stjórnar sjóðsins. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framfylgd hennar og þar af leiðandi að tryggja að starfsfólk Stapa sé upplýst um stefnuna, fái fræðslu um sjálfbærni og geti þannig tileinkað sér hana við dagleg störf. Stefnan skal rýnd árlega og uppfærð eftir þörfum.
Sjálfbærnivegferð Stapa
Stapi hefur valið sér áherslur í sjálfbærni sem eru mótaðar af UFS viðmiðum Nasdaq og mun sjóðurinn koma til með að birta sjálfbærniuppgjör og árangur sinn hvað þau varðar í þar til gerðri skýrslu samhliða árlegu fjárhagsuppgjöri sjóðsins.
Nýjar sjálfbærnireglugerðir Evrópusambandsins (ESB) hafa nú þegar tekið gildi hér á landi og má þar nefna Flokkunarreglugerð ESB (EU Taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf á sviði fjármálaþjónustu, eða EU Sustainable Finance Disclosure Regulation (SFDR). Líklegt er að CSRD tilskipunin (Corporate Sustainability Reporting Directive), sem gildir fyrir stór og skráð fyrirtæki, muni taka gildi fyrir fjárhagsárið 2025.
Með tilkomu nýs regluverks munu eftirlitsstofnanir móta stefnu og verklag um hvernig eftirliti verður háttað í samræmi við vaxandi kröfur um umhverfis-og samfélagslega þætti sem og bætta stjórnarhætti við fjárfestingaákvarðanir og áhættumat eftirlitsskyldra aðila.
Markmið Stapa er að reksturinn verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi, ekki einungis hvað varðar ávöxtun og hagkvæmni heldur jafnframt þegar kemur að UFS viðmiðum í rekstri Stapa:
- ·Umhverfisleg viðmið taka á því hvernig Stapi mun vinna meðvitað í því að draga úr neikvæðum umhverfislegum áhrifum í starfseminni samhliða því að vinna að verkefnum í þágu umhverfisins.
- Félagsleg viðmið fjalla um það hvernig hugað er að velferð og heilsu starfsfólks, stuðla að heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi, leggja áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti ásamt því að styðja við sitt nær samfélag og huga að sínum hagaðilum.
- Viðmið um góða stjórnarhætti taka á áherslum Stapa þegar kemur að því að viðhalda góðu viðskiptasiðferði, huga að innra eftirliti, almennum stjórnarháttum og huga að réttindum sjóðfélaga.
Umhverfi
Stapi leggur áherslu á umhverfismál í rekstri sjóðsins í samræmi við ofangreind markmið til að sýna gott fordæmi og leggja sitt af mörkum og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af rekstri sjóðsins sem mest má og hefur sjóðurinn skuldbundið sig til neðangreindra aðgerða.
Sem fjárfestir mun Stapi leitast við að greina möguleg áhrif loftslagsbreytinga á eignasafn sitt og þau áhrif sem félagið getur haft á loftslagsbreytingar í gegnum það, einsetja sér að lágmarka áhrifin og hefur sjóðurinn sett sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar þess efnis.
UFS | Þáttur | Heimsmarkmið | Lýsing á heimsmarkmiði | Aðgerðir 2025 |
Umhverfisþættir
|
Minnka kolefnisspor í rekstri sjóðsins |
![]() |
Gripa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra |
|
Umhverfisþættir
|
Flokkun á sorpi , endurvinnsla og endurnýting |
|
Sjálfbær neyslu og framleiðslumynstur verði tryggð |
|
Félagslegir þættir
Stapi leggur áherslu á að stuðla að velferð starfsfólks og að tryggja heilnæmt starfsumhverfi. Stapi leggur áherslu á sýna gott fordæmi í rekstri sjóðsins í samræmi við markmið með því að tryggja velferð starfsfólks s.s. með viðeigandi stefnum og viðbragðsáætlunum í öryggis-, jafnréttis- og félagsmálum. Með fyrirbyggjandi aðgerðum, forvörnum og fræðslu vill sjóðurinn sporna gegn mismunun og koma í veg fyrir einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi.
Sjóðurinn hefur sett sér neðangreind markmið og aðgerðir á þessu sviði. Til að styðja við markmiðin, hefur Stapi sett sér mannauðsstefnu, siðareglur starfsmanna og aðgerðaráætlun gegn einelti, kynferðislegu og kynbundnu áreitni og ofbeldi.
UFS | Þáttur | Heimsmarkmið | Lýsing á heimsmarkmiði | Aðgerðir 2025 |
Félagslegir þættir
|
Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnustað |
|
Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa |
|
Félagslegir þættir
|
Heilsa og örugg vinnuskilyrði |
|
Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar |
|
Stjórnarhættir
Stapi er eftirlitsskyldur aðili og fylgir viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ Iceland og Samtökum atvinnulífsins.
Stjórn Stapa leggur áherslu á góða stjórnarhætti og að þróa þá stöðugt og styrkja í samræmi við ofangreind markmið. Stapi einsetur sér jafnframt að stjórnarhættir samræmist þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda. Með góðum stjórnarháttum leggur Stapi grunn að traustum samskiptum stjórnenda, starfsfólks, sjóðsfélaga og annarra hagsmunaaðila, og stuðlar að hlutlægni, heilindum, gagnsæi og ábyrgð í stjórnun sjóðsins.
Fjölmargar stefnur styðja við stjórnarhætti Stapa, s.s. persónuverndarstefna, starfsreglur stjórnar, starfskjarastefna, stjórnarháttayfirlýsing, áhættustefna, stefna um ábyrgar fjárfestingar, verklagsreglur um hæfi lykilstarfsmanna, reglur um uppljóstranir, siðareglur og reglur um kvartanir.
Stjórn hefur sett starfsreglur sem ramma inn stjórnarhætti sjóðsins. Sem liður í því, hefur Stapi einsett sér að leggja áherslu á neðangreind markmið og aðgerðir.
UFS |
Þáttur | Heimsmarkmið | Lýsing á heimsmarkmiði | Aðgerðir 2025 |
Stjórnarhættir
|
Netöryggi og öryggi gagna |
![]() |
Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyriri alla, tryggja öllum jafnan aðgang aðréttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla. |
|
Stjórnarhættir
|
Orðspor og ímynd |
|
Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. |
|
Ábyrgar fjárfestingar
Góðir stjórnarhættir stuðli að góðum og hagfelldum rekstri og þjóni þannig hagsmunum eigenda og annarra hagsmunaaðila til lengri tíma litið. Í þeim efnum hefur Stapi sett sér Hluthafastefnu til að móta umgjörð um stefnu sjóðsins um góða stjórnarhætti og ábyrgt fyrirsvar. Auk þess hefur Stapi samþykkt Stefnu um ábyrgar fjárfestingar, en markmið þeirrar stefnu er að móta umgjörð fyrir aðgerðir sjóðsins á sviði umhverfis- og félagslegra málefna og gagnvart þeim félögum sem sjóðurinn fjárfestir í.
Stapi lífeyrissjóður var stofnaðili að IcelandSIF sem er sjálfstæður umræðuvettvangur fyrir ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Tilgangur IcelandSIF er að efla þekkingu og umræðu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.
Sjóðurinn er aðili að „Viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar“ sem unnið var að á vegum Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði.
Stapi kallar eftir upplýsingum frá eignastýringaraðilum sjóða sem hann hyggst fjárfesta í hvort þeir hafi sett sér stefnu í umhverfis- og félagsmálum í fjárfestingum sínum og fylgi t.a.m. viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI). Slíkar stefnur eða viðmið eru ekki skilyrði fyrir fjárfestingu en er hluti af heildarmati Stapa á viðkomandi sjóði.
Innlent eignasafn
Sjálfbærnimat á UFS-þáttum innlendra félaga í eignasafni sjóðsins er fengið frá Reitun hf., sem byggir mat sitt bæði á opinberum upplýsingum og fundum með forsvarsmönnum félaga. Þar er félögum gefin stig fyrir hvern UFS-þátt fyrir sig og þeim raðað í flokka eftir einkunn, allt frá A1 niður í D. Með því að greina UFS-upplýsingar fyrir innlendar fjárfestingar í safninu getur sjóðurinn bæði fylgst með árangri einstakra fjárfestinga í safninu en einnig hvernig safnið í heild sinni þróast yfir tíma.
Stærsti hluti eignasafns Stapa fellur í flokka á bilinu A3 til B3. Hjá Reitun er lögð áhersla á að meta skráð félög á innlendum hlutabréfamarkaði og því hafa ýmis verðbréf sem Stapi hefur fjárfest í ekki verið metin. Í heildina eru það um 39% af eignasafni sjóðsins en meðal slíkra eigna eru sjóðfélagalán, verðbréfasjóðir og sérhæfðir sjóðir auk óskráða skuldabréfa.
Erlent eignasafn
Erlendir eignastýringaaðilar í eignasafni Stapa hafa flestir tileinkað sér þessi viðmið í fjárfestingum sínum til margra ára en ánægjulegt er að aukinn fjöldi innlendra stýringaraðila hafa einnig verið að tileinka sér viðmiðin undanfarin misseri.
Í tilfelli erlendra verðbréfasjóða kannar Stapi hvernig sjóðir standa miðað við opinbert mat MSCI á stöðu sjóða í UFS - málum.
Hér neðar má sjá að 99% af virði erlendra sjóða í eignasafni Stapa er aðili að UN PRI og að einkunnir sjóðastýrenda eru ásættanlegar. Mat MSCI á UFS-málum verðbréfasjóða í eignasafni Stapa er einnig ásættanlegt og hefur farið hækkandi milli ára. Með því að fylgast með þessum þáttum má ná fram enn betri árangri til framtíðar.
Grænar eignir
Sem fjárfestir ætlast Stapi til að fyrirtæki sem sjóðurinn á eignarhlut í fari að lögum og reglum um umhverfismál og geri sér grein fyrir, stýri og eftir föngum dragi úr þeim áhrifum sem viðkomandi starfsemi hefur á umhverfið.
Á árinu 2021 tilkynnti Stapi, einn þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem hyggjast fjárfesta samtals 4,5 milljörðum Bandaríkjadala (um 580 milljarða króna) í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Sjóðirnir, þ.á.m. Stapi, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition (CIC). Með yfirlýsingunni staðfesta íslensku sjóðirnir þrettán vilja til að stórauka grænar fjárfestingar sínar og styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þar er meðal annars horft til ákvæða Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Climate Investment Coalition (CIC) eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að aukinni fjárfestingu í hreinni orku og öðrum umhverfislausnum, svo sem nýtingu jarðhita, vindorku, sólarorku, betri orkunýtingu í byggingum og bættri tækni við flutning raforku. CIC fylgist með og mælir hvort þátttakendur í verkefninu standi við yfirlýst markmið og birtir niðurstöður sínar árlega.
Í tengslum við aðild að samkomulaginu hefur Stapi sett sér markmið um að grænar eignir verði 7% af eignasafninu árið 2030. Sjóðurinn greinir og mælir hlutfall grænna eigna í eignasafni sjóðsins hverju sinni. Sjóðurinn greinir og mælir hlutfall grænna eigna í eignasafni sjóðsins hverju sinni. Í árslok 2024 nam hlutfall grænna eigna í eignasafni Stapa um 5% skv. skilgreiningu CIC á grænum eignum.