Fara í efni

Tryggingadeild

ma. kr.
Iðgjöld
ma. kr.
Lífeyrisgreiðslur
þúsund
Fjöldi sjóðfélaga
þúsund
Lífeyrisþegar
þúsund
Launagreiðendur

Iðgjöld

Alls greiddu 22.643 sjóðfélagar iðgjöld til tryggingadeildar á árinu 2024. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem greiddu iðgjöld í hverjum mánuði voru 16.548. Iðgjöld ársins án tillits til framlags ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði, námu 18.785 m.kr. og hækkuðu um 6,0 % frá fyrra ári.

Meðalaldur greiðenda og aldursamsetning var svipuð og fyrri ár. Stærsti aldurshópurinn var fólk á bilinu 21-30 ára. Karlar eru 55% greiðenda og konur 45%.

Hlutur úrvinnslu landbúnaðar og opinberrar þjónustu óx hlutfallslega mest en hlutfall sjávarútvegs og verslunar og þjónustu minnkar.

  2024 2023 Breyting %
Iðgjöld í m.kr. 18.785 17.721 6,0%
Meðalfjöldi greiðandi sjóðfélaga 16.548 16.239 1,9%
Heildarfjöldi greiðandi sjóðfélaga 22.643 22.511 0,6%
Fjöldi launagreiðenda 3.869 3.526 9,7%
 
Ársskýrsla Stapa

 

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa

 
Ársskýrsla Stapa


Fara efst á síðu

Lífeyrisgreiðslur

Lífeyrisgreiðslur tryggingadeildar námu alls 11.973 m.kr. og hækkuðu um 11,8% frá fyrra ári. Á árinu fékk sjóðurinn greiddar 742 m.kr. úr ríkissjóði vegna jöfnunar á örorkubyrði milli lífeyrissjóða og lækkaði framlagið um 4,3% frá fyrra ári. Framlagið jafngildir um 28% af greiddum örorkulífeyri frá sjóðnum. Lífeyrisbyrði sjóðsins sem hlutfall af iðgjöldum, var 62% samanborið við 58,5% á árinu 2023.

Á árinu hófu 772 sjóðfélagar töku mánaðarlegra eftirlauna, 314 einstaklingar fengu úrskurðaðan örorkulífeyri, 83 mánaðarlegan makalífeyri og 69 barnalífeyri.

Þá fengu 1153 einstaklingar eingreiðslu lífeyris þar sem um lítil réttindi var að ræða, fjöldinn var mjög svipaður og á árinu 2023. Meðalfjöldi lífeyrisþega í hverjum mánuði var 13.024 og fjölgaði um 497 frá fyrra ári eða um 4%.

Algengast er að sjóðfélagar hefji töku eftirlauna við 67 ára aldur en stór hluti byrjar þó einnig við 65 ára aldur. Áhugavert er að skoða eftirlaunatöku eftir árgöngum. Um 24% af þeim sem urðu 64 ára árinu 2024 hafa þegar hafið töku eftirlauna í lok ársins. Um 71% þeirra sem urðu 67 ára á árinu 2024 hafa þegar hafið töku eftirlauna, í lok árs 2024.

 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara á fyrri síðu                                                                                                                                                                                                      Fara á næstu síðu