Fara í efni

Séreignardeild

m.kr.
Iðgjöld
m.kr.
Lífeyrisgeiðslur
sjóðfélagar
Greiða til Stapa
Lífeyrisþegar
sjóðfélagar
Greiða inn á lán

Iðgjöld

Greiðslur iðgjalda til séreignardeildar jukust frá fyrra ári. Þannig námu greidd iðgjöld samtals 514 m.kr. samanborið við 480 m.kr. á árinu 2023. Af iðgjöldum voru tæp 27% eða 137 m.kr. greiddar inn á húsnæðislán eða greidd út vegna kaupa á fyrstu íbúð. Til sjóðsins voru nettó flutt réttindi til annarra sjóða að upphæð 9 m.kr. Því nema réttindaflutningar og endurgreiðslur á árinu alls 146 m.kr. Að teknu tilliti til þessa voru nettó iðgjöld 368 m.kr. samanborið við 331 m.kr. á árinu 2023 og hækkuðu um 11% milli ára.

Aldursdreifing greiðandi sjóðfélaga séreignardeildar er ólík tryggingadeildar, dreifingin er í séreignardeild nokkuð jöfn milli aldurshópa.

Í maí 2014 veittu stjórnvöld tímabundna heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar til öflunar húsnæðis. Samkvæmt lögunum er heimilt að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól veðlána sem tekin voru til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og gildir núverandi heimild til 31. desember 2025. Auk þess tóku þann 1. júlí 2017 gildi lög nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð þar sem veittur er réttur til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst sem innborgun eða til að greiða niður höfuðstól og afborganir lána sem tekin eru vegna kaupa á fyrstu íbúð. Um 26% greiðandi sjóðfélaga í séreignardeild nýta sér þennan valkost, hlutfall sjóðfélaga sem greiða inn á lán er hæst í aldurshópunum 41-50 ára en þar greiða um 47% sjóðfélaga séreign sína inn á lán.

 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 


 
Ársskýrsla Stapa


Fara efst á síðu

Lífeyrisgreiðslur

Greiðslur úr séreignardeild vegna lífeyris námu 243 m.kr. samanborið við 277 m.kr. árið áður.

Inneign í séreign er almennt laus til útborgunar við 60 ára aldur en hægt er að sækja um útgreiðslu fyrr vegna örorku eða vegna andláts sjóðfélaga.

Flestir lífeyrisþegar séreignardeildar eru yfir 60 ára en öryrkjar geta fengið séreign greidda út fyrr og erfingjar eftir andlát sjóðfélaga. Um 82% lífeyrisþega séreignardeildar voru eldri en 60 ára árið 2024.

 
Ársskýrsla Stapa

 

 
Ársskýrsla Stapa

 

 

Fara á fyrri síðu                                                                                                                                                                                                      Fara á næstu síðu