Fara í efni

Tryggingadeild

Lykiltölur 2019

ma. kr.
Iðgjöld
ma. kr.
Lífeyrisgreiðslur
ma. kr.
Fjárfestingartekjur
Nafnávöxtun
Rekstrarkostnaður

Iðgjöld



Alls greiddu 21.939 sjóðfélagar iðgjöld til tryggingadeildar á árinu 2019. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem greiddu iðgjöld í hverjum mánuði voru 15.200. Iðgjöld ársins án tillits til framlags ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði, námu 12.153 m.kr. og hækkuðu um 7,5 % frá fyrra ári.

Meðalaldur greiðenda og aldursamsetning var svipuð og fyrri ár. Stærsti aldurshópurinn var fólk á bilinu 21-30 ára. Karlar eru 53,7% greiðenda og konur 46,3%. Akureyrarkaupstaður var líkt og undanfarin ár stærsti launagreiðandi til sjóðsins.

           
  2019 2018 Breyting %
Iðgjöld í m.kr. 12.153 11.307 7,5%
Meðalfjöldi greiðandi sjóðfélaga 15.200 15.086 0,8%
Heildarfjöldi greiðandi sjóðfélaga 21.939 22.258 -1,4%
Fjöldi launagreiðenda 3.287 3.205 2,6%

 

 

 

Ársskýrsla Stapa
Ársskýrsla Stapa

Ársskýrsla Stapa

 

Lífeyrisgreiðslur

Lífeyrisgreiðslur tryggingadeildar námu alls 6.408 m.kr. og hækkuðu um 12,9% frá fyrra ári. Á árinu fékk sjóðurinn greiddar 615 m.kr. frá ríkinu vegna jöfnunar á örorkubyrði milli lífeyrissjóða og hækkaði framlagið um 17,2% frá fyrra ári. Framlagið jafngildir um 39% af greiddum örorkulífeyri frá sjóðnum. Lífeyrisbyrði sjóðsins sem hlutfall af iðgjöldum var 50,8% samanborið við 48,6% á árinu 2018.

Á árinu hófu 795 sjóðfélagar töku mánaðarlegra eftirlauna, 365 einstaklingar fengu úrskurðaðan örorkulífeyri, 116 makalífeyri og 87 barnalífeyri. Þá fengu 630 einstaklingar eingreiðslu lífeyris þar sem um lítil réttindi var að ræða. Meðalfjöldi lífeyrisþega í hverjum mánuði var 10.261 og fjölgaði um 642 frá fyrra ári eða um 6,7%.

 

 

 
 
Ársskýrsla Stapa

 

Ársskýrsla Stapa

 

 
 

Fjárfestingartekjur og ávöxtun

Fjárfestingartekjur tryggingadeildar námu samtals 29.006 m.kr. og hækkuðu um 188% frá árinu áður. Nafnávöxtun nam 12,9% árið 2019 samanborið við 4,8% nafnávöxtun árið 2018 og raunávöxtun nam 10,0% samanborið við raunávöxtun upp á 1,5% árið 2018. Raunávöxtun og nafnávöxtun sjóðsins undanfarin 10 ár er birt hér að neðan. Tölurnar eru miðaðar við gildandi reikningsskilareglur og eru birtar að frádregnum kostnaði. Tímabil lengri en eitt ár eru reiknuð á ársgrunni.

 

Árið var afar hagfellt á flestum eignamörkuðum á síðasta ári. Lækkun ávöxtunarkröfu á innlendum skuldabréfum skilaði sér í góðri ávöxtun á innlendum eignamörkuðum, sér í lagi á ríkisskuldabréfum. Ávöxtun á hlutabréfamörkuðum var viðunandi og skýrðist að langmestu leyti af töluverðum hækkunum á Marel. Ávöxtun á erlendum mörkuðum var einnig góð á síðasta ári bæði í erlendri mynt sem og umreiknað í krónur.

 

 

Ársskýrsla Stapa

 

Ársskýrsla Stapa

 

 


Ársskýrsla Stapa

Rekstrarkostnaður

Stöðugildi hjá sjóðnum voru 18,5 á árinu samanborið við 18,3 á árinu 2018. Rekstrarkostnaður sjóðsins nam 429 m.kr. og lækkaði um 6,1% á milli ára en hann var 456 m.kr. á árinu 2018.

Lækkun rekstrarkostnaðar má rekja til kostnaðar sem sjóðurinn varð fyrir á árinu 2018 vegna niðurstöðu dómsmáls varðandi starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins.

 

         



Ársskýrsla Stapa

  2019 (þ.kr.) 2018 (þ.kr.)
Laun og launatengd gjöld 268.007 286.192
Tryggingastærðfræðingur 3.253 2.938
Endurskoðun 5.892 5.424
Innri endurskoðun 3.572 5.479
Lögfræðikostnaður 4.875 16.598
Fjármálaeftirlit 17.943 17.382
Tölvukostnaður 73.075 69.566
Annar kostnaður 52.045 52.771
Samtals 428.662 456.349