Fara í efni

Séreignardeild

Lykiltölur 2019

m.kr.
Iðgjöld
m.kr.
Lífeyrir
nafnávöxtun
Varfærna safnið
nafnávöxtun
Áræðna safnið
nafnávöxtun
Innlána safnið

Iðgjöld

Greiðslur iðgjalda til séreignardeildar jukust frá fyrra ári. Þannig námu greidd iðgjöld samtals 301 m.kr. samanborið við 278 m.kr. á árinu 2018. Af inngreiddum iðgjöldum voru tæp 30% eða 89 m.kr. greiddar inn á á húsnæðislán eða greidd út vegna kaupa á fyrstu íbúð. Frá sjóðnum voru nettó flutt réttindi til annarra sjóða að upphæð 11 m.kr. Því nema réttindaflutningar og endurgreiðslur á árinu alls 77 m.kr. Að teknu tilliti til þessa voru nettó  iðgjöld 224 m.kr. samanborið við 152 m.kr. á árinu 2018 og hækkuðu um 47,8% milli ára.

Aldursdreifing greiðandi sjóðfélaga séreignardeildar er ólík tryggingadeildar, stærsti aldurshópur greiðandi sjóðfélaga er 51-60 ára en 45% greiðandi sjóðfélaga er 51 árs eða eldri.

Í maí 2014 veittu stjórnvöld tímabundna heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar til öflunar húsnæðis. Samkvæmt lögunum er heimilt að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól veðlána sem tekin voru til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og gildir núverandi heimild til 30. júní 2021. Auk þess tóku þann 1. júlí 2017 gildi lög nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð þar sem veittur er réttur til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst sem innborgun eða til að greiða niður höfuðstól og afborganir lána sem tekin eru vegna kaupa á fyrstu íbúð. Tæplega 30% greiðandi sjóðfélaga í séreignardeild nýta sér þennan valkost, hlutfall sjóðfélaga sem greiða inn á lán er hæst í aldurshópnum 41-50 ára en þar greiða 47% sjóðfélaga séreign sína inn á lán.

 

 

Ársskýrsla Stapa

 

Ársskýrsla Stapa

 


Ársskýrsla Stapa

 

Lífeyrir og sérstök útgreiðsla

Greiðslur úr séreignardeild vegna lífeyris námu 174 m.kr. samanborið við 212 m.kr. árið áður. Heimild til sérstakrar útreiðslu séreignarsparnaðar var í gildi til ársloka 2014 en greiðslur vegna hennar teygjast yfir á árin 2015 og 2016.

Inneign í séreign er almennt laus til útborgunar við 60 ára aldur en einnig er hægt að sækja um útgreiðslu vegna örorku eða vegna andláts sjóðfélaga.

Sjóðfélögum er sent bréf þegar 60 ára aldri er náð og þeir látnir vita af inneign sinni hjá sjóðnum. Langflestir lífeyrisþegar séreignardeildar eru yfir 60 ára en útgreiðslur dreifast nokkuð jafnt á aldurshópinn 60-74 ára, 84% lífeyrisþega voru á þeim aldri árið 2019.

 

 

Ársskýrsla Stapa
Ársskýrsla Stapa

 

Fjárfestingartekjur og ávöxtun

Hreinar fjárfestingartekjur séreignadeildar námu 905 m.kr. og hækkuðu um 435% frá fyrra ári. Hrein eign séreignardeildar nam alls 6.422 m.kr. í lok síðasta árs samanborið við 5.498 m.kr. í lok ársins 2018.

Ávöxtun Varfærna safnsins sem og Áræðna safnsins var rétt undir viðmiði ársins. Innlend og erlend skuldabréf skiluðu lægri ávöxtun samanborið við viðmið fyrir bæði Varfærna safnið og Áræðna safnið.

Bæði innlend og erlend hlutabréf skiluðu hærri ávöxtun í báðum söfnum samanborið við viðmið. Mismun í ávöxtun Áræðna safnsins má rekja til undirvigtar í erlendum hlutabréfum á árinu.

Innlána safnið skilaði ávöxtun í samræmi við viðmið. Öll ávöxtun í Innlána safninu er tilkomin vegna ávöxtunar í innlánum og skammtímabréfum. Í 16 ár af 20 ára sögu Varfærna safnsins og Áræðna safnsins hefur árangur þeirra verið umfram viðmiðunarvísitölu.

 

 

Ársskýrsla Stapa

 

Ársskýrsla Stapa