Fara í efni

Tilgreind séreignardeild

Lykiltölur 2020

m.kr.
Iðgjöld
m.kr.
Lífeyrir
nafnávöxtun
Varfærna safnið

Iðgjöld

Eðlismunur er á þeim réttindum sem ávinnast í samtryggingu annars vegar og í tilgreindri séreign hins vegar. Valkostirnir eru báðir góðir, hver sjóðfélagi fyrir sig ætti að meta hvort hann kýs fremur, aukna tryggingavernd sem felst í samtryggingunni eða aukinn sveigjanleika hvað varðar útgreiðslu og erfanleika, sem felst í tilgreindri séreign.

Þess ber þó að geta að einungis er hægt að greiða í tilgreinda séreignardeild af þeim launum þar sem kjara- eða ráðningarsamningar mæla fyrir um slíkt, því er þetta almennt ekki valkostur fyrir starfsmenn ríkis eða sveitarfélaga.

Á árinu greiddu 426 sjóðfélagar í tilgreinda séreignardeild Stapa, að auki sendu 77 sjóðfélagar slík iðgjöld til annarra sjóða. Alls framvísa því um 500 sjóðfélagar hluta af iðgjaldi sínu í tilgreinda séreign, þ.e. um 3% af virkum sjóðfélögum tryggingadeildar.

Greiðslur iðgjalda til tilgreindrar séreignardeildar jukust frá fyrra ári og námu iðgjöld samtals 100 m.kr. sem er hækkun um 4,6% frá árinu á undan. Iðgjöld send til annarra sjóða námu 13,2 m.kr.

 

Ársskýrsla Stapa
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu

Lífeyrir

Á árinu 2020 voru allar greiðslur úr tilgreindri séreignardeild vegna umsókna sjóðfélaga 64 ára eða eldri. Heildargreiðslur lífeyris námu 1.628 þ.kr. samanborið við 1.203 þ.kr. árið áður.

Hefja má úttekt úr tilgreindri séreign við 62 ára aldur og skulu greiðslur að lágmarki dreifast fram til 67 ára aldurs. Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu vegna örorku, ef rétthafi verður að hætta störfum vegna örorku áður en hann nær 62 ára aldri, eða vegna andláts sjóðfélaga. Við andlát rétthafa öðlast erfingjar hans rétt til innstæðunnar eftir reglum erfðalaga.

 
Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu

Fjárfestingartekjur og ávöxtun

Hreinar fjárfestingartekjur tilgreindrar séreignardeildar voru um 31,1 m.kr. á árinu 2020. Hrein eign deildarinnar var tæpar 319 m.kr. að stærð í lok árs 2020 en nettó innflæði á árinu nam um 97 m.kr.

Vegna smæðar tilgreindrar séreignardeildar í heild er einungis í boði sem stendur að ráðstafa sparnaði í tilgreinda varfærna safnið. Ávöxtun safnsins á síðasta ári var yfir viðmiði.

Þar sem deildin er í hraðri uppbyggingu og innflæði er hlutfallslega hátt í hverjum mánuði geta miklar verðsveiflur á markaði verið að einhverju leiti komnar fram þegar inngreiðslur eru að skila sér. Þetta getur leitt til sveiflna í ávöxtun samanborið við viðmið.

Ársskýrsla Stapa

 

Fara efst á síðu