Tryggingadeild
Lykiltölur 2020
Iðgjöld
Alls greiddu 20.628 sjóðfélagar iðgjöld til tryggingadeildar á árinu 2020. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem greiddu iðgjöld í hverjum mánuði voru 14.654. Iðgjöld ársins án tillits til framlags ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði, námu 12.468 m.kr. og hækkuðu um 2,5 % frá fyrra ári.
Meðalaldur greiðenda og aldursamsetning var svipuð og fyrri ár. Stærsti aldurshópurinn var fólk á bilinu 21-30 ára. Karlar eru 54% greiðenda og konur 46%. Atvinnuleysistryggingasjóður var stærsti launagreiðandi sjóðsins.
2020 | 2019 | Breyting % | |
Iðgjöld í m.kr. | 12.468 | 12.153 | 2,5% |
Meðalfjöldi greiðandi sjóðfélaga | 14.654 | 15.200 | -3,6% |
Heildarfjöldi greiðandi sjóðfélaga | 20.628 | 21.939 | -5,9% |
Fjöldi launagreiðenda | 3.326 | 3.287 | 1,2% |
Lífeyrisgreiðslur
Lífeyrisgreiðslur tryggingadeildar námu alls 7.140 m.kr. og hækkuðu um 11,4% frá fyrra ári. Á árinu fékk sjóðurinn greiddar 599 m.kr. frá ríkinu vegna jöfnunar á örorkubyrði milli lífeyrissjóða og lækkaði framlagið um 2,5% frá fyrra ári. Framlagið jafngildir um 35% af greiddum örorkulífeyri frá sjóðnum. Lífeyrisbyrði sjóðsins sem hlutfall af iðgjöldum var 55,3% samanborið við 50,8% á árinu 2019.
Á árinu hófu 774 sjóðfélagar töku mánaðarlegra eftirlauna, 391 einstaklingur fékk úrskurðaðan örorkulífeyri, 106 mánaðarlegan makalífeyri og 81 barnalífeyri.
Þá fengu 560 einstaklingar eingreiðslu lífeyris þar sem um lítil réttindi var að ræða. Meðalfjöldi lífeyrisþega í hverjum mánuði var 10.966 og fjölgaði um 705 frá fyrra ári eða um 6,9%.
Aldur þeirra sem sóttu um töku eftirlauna var að meðaltali 65,7 ár bæði árið 2019 og 2020, algengast er þó að sjóðfélagar hefji töku eftirlauna við 67 ára aldur, sbr. mynd. Áhugavert er að skoða eftirlaunatöku eftir árgöngum. Um 17% af þeim sem urðu 64 ára árinu 2020 hafa þegar hafið töku eftirlauna, í lok árs 2020 og 72% þeirra sem urðu 67 ára á árinu 2020 hafa þegar hafið töku eftirlauna, í lok árs 2020.
Fjárfestingartekjur og ávöxtun
Hreinar fjárfestingartekjur tryggingadeildar námu samtals 33.424 m.kr. og hækkuðu um 15% frá árinu áður.
Nafnávöxtun nam 13,1% árið 2020 samanborið við 12,9% nafnávöxtun árið 2019 og raunávöxtun nam 9,2% samanborið við raunávöxtun upp á 10,0% árið 2019. Tölur eru miðaðar við nýjar reikningsskilareglur og eru birtar að frádregnum kostnaði.
Árið var afar hagfellt á flestum eignamörkuðum á síðasta ári. Lækkun ávöxtunarkröfu á innlendum skuldabréfum skilaði sér í góðri ávöxtun á innlendum eignamörkuðum, bæði á skuldabréfum og hlutabréfum. Ávöxtun á hlutabréfamörkuðum var góð á árinu, sérstaklega eftir að jákvæðar fréttir af bóluefni fóru að berast. Ávöxtun á erlendum mörkuðum var viðunandi á síðasta ári en ávöxtun í krónum var góð sem skýrist m.a. af veikingu krónunnar.
Rekstrarkostnaður
Stöðugildi hjá sjóðnum voru 19,3 á árinu samanborið við 18,5 á árinu 2019. Rekstrarkostnaður sjóðsins nam 465 m.kr. og hækkaði um 8,4% á milli ára en hann var 429 m.kr á árinu 2019.
Helstu hækkanir milli ára er aukinn tölvukostnaðar vegna innleiðingar nýs bókhaldskerfis sem og aðfanga fyrir heimavinnu starfsmanna. Hækkun lögfræðikostnaðar er til kominn er vegna lokauppgjörs í Stoke Holding.
2020 (þ.kr.) | 2019 (þ.kr.) | |
Laun og launatengd gjöld | 287.880 | 268.007 |
Tryggingastærðfræðingur | 4.249 | 3.253 |
Endurskoðun | 6.729 | 5.892 |
Innri endurskoðun | 3.882 | 3.572 |
Lögfræðikostnaður | 10.201 | 4.875 |
Fjármálaeftirlit | 17.952 | 17.943 |
Tölvukostnaður | 81.042 | 73.075 |
Annar kostnaður | 52.799 | 52.045 |
Samtals | 464.735 | 428.662 |