ÁHÆTTUSTÝRING
Áhættustýring hjá Stapa skal vera virk, tryggja fagleg vinnubrögð og nauðsynlegt eftirlit. Áhættustýring á að vera eðlilegur og óaðskiljanlegur hluti af starfsemi sjóðsins og stjórnarháttum á öllum sviðum. Öll framkvæmd áhættustýringar á að endurspegla þessi sjónarmið.
Eftirlitsstarf áhættustýringar er fjölbreytt og snertir á allri starfsemi sjóðsins. Áhættuþættir eru fjölbreyttir og falla í fjóra mismunandi flokka. Hér fyrir neðan er sýnd einfölduð mynd um hvar áhættuþættirnir hafa áhrif og eru til staðar.
| Áhættuþættir | Iðgjöld | Ávöxtun | Lífeyrir |
| Lífeyristryggingaáhætta | |||
| - Skerðingaráhætta | √ | √ | |
| - Iðgjaldaáhætta | √ | ||
| - Umhverfis-/kreppuáhætta | √ | √ | √ |
| - Lýðfræðileg áhætta | √ | ||
| - Réttingaflutningaáhætta | √ | √ | |
| - Lausafjáráhætta | √ | ||
| Mótaðilaáhætta | |||
| - Útlánaáhætta | √ | √ | |
| - Samþjöppunaráhætta | √ | ||
| - Landsáhætta | √ | ||
| - Afhendingar- og uppgjörsáhætta | √ | ||
| Fjárhagsleg áhætta | √ | ||
| Rekstraráhætta | √ | √ |