Fara í efni

Fjárfestingarstefna sjóðsins fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir aukningu erlendra eigna í öllum deildum, að undanskyldu innlánasafni séreignardeildar. Hlutfall ávöxtunareigna (hlutabréfa) hefur verið aukið í fjárfestingarstefnu í 53% á móti 47% vægi tryggingaeigna (skuldabréfa). Hærra vægi ávöxtunareigna stuðlar að því að auka líkur á að ná fram ávöxtunarmarkmiði sjóðsins til lengri tíma. 

Auk þess er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu hlutfalls erlendra eigna sem nemur 2% heildareigna á árinu 2023 þannig að hlutfallið nálgist 40%. Aukning hlutfalls erlendra eigna er í samræmi við langtímamarkmið stjórnar um að hækka hlutfallið í 45% í varfærnum skrefum næstu árin.

Helstu upplýsingar úr fjárfestingarstefnu

 

Tryggingadeild

Séreignardeild Varfærna safnið

Séreignardeild Áræðna safnið

Séreignardeild Innlána safnið

Tilgreind séreignardeild Varfærna safnið
Ríkisskuldabréf 12% 18% 13% 0% 18%
Önnur markaðsskuldabréf 22% 25% 20% 0% 25%
Veðskuldabréf og fasteignir 8% 0% 0% 0% 0%
Innlend hlutabréf 19% 20% 20% 0% 20%
Erlend skuldabréf 5% 5% 5% 0% 5%
Erlend hlutabréf 29% 30% 40% 0% 30%
Aðrar erlendar fjárfestingar 5% 0% 0% 0% 0%
Skammtímabréf 0% 2% 2% 0% 2%
Innlán 0% 0% 0% 100% 0%
Samtals 100% 100% 100% 100% 100%
Stærð í m.kr. þann 31.12.2022 337.998 2.247 5.193 264 511
Tryggingaeignir 47% 50% 40% 100% 50%
Ávöxtunareignir 53% 50% 60% 0% 50%
Erlendar eignir 39% 35% 45% 0% 35%

 

Nánari upplýsingar um fjárfestingarstefnu Stapa

Fara efst á síðu